Íslenskukennsla

Fyrir börn og unglinga búsett erlendis

little girl doing her homework

Skólaárið 2021/22 bjóðum við upp á íslenskukennslu fyrir börn og unglinga búsetta erlendis. Einnig getum við boðið upp á íslensku byrjunarstig fyrir fullorðna sem langar að læra tungumálið. Myndfundirnir fyrir kennsluna okkar fer fram í gegnum íslenska vefforritið Kara Connect. Kara hugbúnaðurinn er byggður með það að leiðarljósi að uppfylla allar kröfur um persónuvernd. Við setjum öryggi í fyrsta sætið. Við notum einnig íslenska fræðsluhugbúnaðinn LearnCove sem styður einstaklingsmiðaða kennslu. Allir okkar kennarar eru menntaðir móðurmáls og íslenskukennarar og skila inn sakavottorði.

Íslenskukennslan okkar er einstaklingsmiðuð og sérsniðin getustigi hvers þátttakanda fyrir sig og tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi.

Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og gagnvirk samskipti.

Við getum boðið upp á samkennslu systkina gegn afslætti.

Ákjósanlegast er að kennslan fari fram á skólatíma barnsins og aðstoðum við ef þörf er á, að koma á samvinnu milli heimilis, Nordic Trailblazers og skóla barnsins/kennara. Við erum þó mjög sveigjanleg og sníðum gjarnan stundarskránna eftir þörfum fjölskyldunnar.

Kennsla hefst fyrstu vikuna í ágúst og er skólaárinu skipt upp í fjórar annir.

Tekið er við skráningu á vorönn á netfanginu: kristin@nordic-trailblazers.com eða hannamjoll@nordic-trailblazers.com

Einnig svörum við fyrirspurnum í síma: +45 21841967

FYRIRKOMULAG

Kennt er einu sinni í viku og er hver kennslustund 40 mínútur. Börnin fá heimavinnu milli kennslustunda.

Verð fyrir hverja önn (11 vikur) 2021/2022 er: 5400 DKK. Boðið er upp á greiðsludreifingu. Við bjóðum upp á systkinaafslátt fyrir systkini/fjölskyldumeðlimi sem eru í samkennslu. Ef greitt er fyrir allar annirnar i einu er 5% afsláttur.

Á norðurlöndunum greiða sveitarfélög víða niður móðurmálskennslu og aðstoðum við gjarnan við að sækja um þá niðurgreiðslu með því að skrifa bréf með lýsingu á náminu.

Skólaárið 2021-22

little girl writing on a notebook

Börn

6-12 ára

Einstaklingsmiðuð kennsla sem fer fram á skólatíma eða eftir samkomulagi

person writing on notebook

Unglingar

13-16 ára

Einstaklingsmiðuð kennsla sem fer fram á skólatíma eða eftir samkomulagi

blue and green sky and mountain

Fullorðnir

Erlendir

Talar þú ekki íslensku? Ertu frá öðru landi? Er íslenska ekki móðurmál þitt?
Brautin er ætluð nem­endum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Boðið er upp á fjöl­breytt úrval íslensku­áfanga

Kennslan sem boðið er upp á er mismunandi og hægt er að sækja námskeið bæði fyrir byrjendur og svo stig af stigi eftir því sem skilningur eykst.

Skráningarform%d bloggers like this: